Miðbær kynnir í sölu snyrtilega 3ja herbergja neðri hæð, alls 87,7 fm í fjórbýlishúsi með sérinngang á jarðhæð.
Íbúðin sjálf er 83,1 fm og köld útigeymsla er 4,6fm. Lýsing eignar:Forstofa: Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi.
Stofa/borðstofa: er rúmgóð og björt til suðurs. Möguleiki á að opna út og gera pall. Nýlegt harðparket er á allri eigninni þar sem við á.
Hjónaherbergi: er rúmgott og bjart með harðparketi á gólfi, fataskápur.
Barnaherbergi: er rúmgott með hvítum fataskáp og harðparketi
Eldhús: fín innrétting, flísar á gólfi. borðkrókur.
Baðherbergið: er flísalagt með sturtu og innréttingu.
Þvottahús: og lítil geymsluaðstaða í sameign, innangengt úr forstofu, þvottahúsið er mjög rúmgott með snúrum.
Húsið að utan virðist vera í góðu ástandi, klætt árið 2002 með álklæðningu og þak einnig endurnýjað. Nýir gluggar og gler í allri eigninni.
Sérlega falleg og vel skipulögð íbúð á góðum og barnvænum stað. Leiksvæði í bakgarðinum og leikskóli og grunnskóli í göngufæri. Lítill verslunarkjarni handan götunnar. Ekkert húsfélag er starfandi í húsinu.Allar nánari upplýsingar veitir Sigfús í síma 8989979 eða [email protected]